Farðu út fyrir hið venjulega og tengdstu hinu helga eðli þínu

Hefðin við Tantra nudd

Forn viska Austurlanda fræðir okkur um orku lífsins, ástarinnar og kynlífsins og hvernig við getum sameinað líkama, huga og sál til að umbreyta lífi okkar í helga athöfn.

Einn þáttur í Tantra kennir okkur hvernig við getum notað kynorku okkar sem tæki til að ná hæstu alsælu í samruna við ástvin okkar. Tantra hjálpar okkur til að verða opnari, að vera að fullu til staðar í augnablikinu, ná slökun og vitund.

Um tantra

Í Tantra er erótískur samruni karls og konu verkfæri til að víkka meðvitund okkar til að ná hugarástandi alheimsvitundar

Tantra er byltingarkennd nálgun til lífsins sem gerir okkur kleift að lifa með nýjum krafti og vitund. Í Tantra segjum við “já” við lífinu, það er afstaða til lífsinns þar sem við erum opin og meðvituð um dýpri merkingu reynslu okkar.

Þetta er hugarástand djúpstæðs samþykkis á lífinu og okkur sjálfum, með það fyrir augum að víkka meðvitund okkar og sjóndeildarhring til að innihalda allar hliðar lífsinns og tilverunnar.

Í dag er algengur misskilningur að Tantra er einungis æfingar til að bæta kynlíf eða að það er einungis mögulegt fyrir mjög liðugt fólk eða að það sé samansafn af huglægum æfingum án eiginlegs erótísks samruna

Hinn erótíski hluti Tantra er sirka 10% af öllum Tantrískum fræðum sem í heild fjalla um hvernig manneskjan lifir fullu og ríku lífi. Kynlíf er eðlilegur hluti af Tantra alveg eins og þekkingin um hvernig við getum ræktað heilbrigði og hamingju.

Tantra kennir okkur að allt er orka og hvernig við getum notað, aukið og bætt orku okkar á öllum sviðum lífsinns

Kynlífsnálgun Tantra

Við djúpstæðann erótískan samruna elskenda rennur vitund þeirra saman. Í fyrstu er þessi samrunni milli elskendanna tveggja, en upplifun af einingu við Alheims vitund fylgir, ef samrunanum er haldið.

Þetta gerist vegna þess gríðarlega krafts sem verður til við kynmök.

Sú ólýsanlega ánægja sem elskhugar upplifa sem hafa sameinast Alheims vitundinni umvefur alla hluti og lífverur. Allt sem er eftir er óslökkvandi þorsti eftir einingu; einungis elskhuginn og hinn elskaði

Tantra er ósvikin andlega leið sem staðsetur kynhneigð á sinn rétta stað, endurvekur kynferðislega reynslu sem hefur vantað í hina  andlegu vídd. Þessi iðkun stækkar meðvitund mannanna til hins ýtrasta og auðgar þekkingu okkar á mannninum sem og alheiminum.

Tantra er miklu meira en gömul endurvakin viska frá austurlöndum og miklu meira en rykfallin fræðileg vísindi. Tantra er hagnýt leið með skýrum skrefum fyrir þá sem eru tilbúnir til að upplifa og skilja til hins ýtrasta möguleika lífsins.

Stjórnun kynorku

Ein af grundvallar “dyggðum” Tantra er að ná fullkominni stjórn á kynorku sinni, þannig að manni verður unnt að upplifa fullnægingu í öllum líkamanum, án sáðláts.

Það er þekkt að fullnæging og sáðlát eru 2 mimunandi hlutir. Fullnægingin kemur fyrst með ógurlegt magn orku, sem við upplifum helst sem kynferðislega örvun og nautn. Þessi orka setur oftast sáðlátið í gang og það er þess vegna algengur misskilningur að um sama ferli sé að ræða.

En með einfaldri þjálfun er hægt að aðskilja þessa tvo hluti sem gefur karlmanninum möguleika á að reyna lengri (og fleiri) fullnægingar án þess að missa einn einasta dropa af sæði. Konur geta náð að reyna raðfullnæginar án þess að missa orku.

Með Tantrískum kynmökum getum við aukið ánægju og styrkleikann þannig að eftir kynmök erum við full af orku, í stað þess að tæma orkuforða okkar. Við getum jafnvel endurnýjað og aukið mikið af orku með Tantrískum kynmökum.

Við dýpkum tjáskiptin í par sambandinu, gerum það nánara og sköpum þannig meiri ást og gleði.

Maðurinn mun verða meiri karlmaður, öðlast getu til að upplifa meiri ánægju, nær stjórn á orku sinni og verður að fullu til staðar með konu sinni.

Konan mun verða kvenlegri, opnar sig fyrir dýpri fullnægju og öðlast getu til að gefast manni sínum í fullri ást og trausti

Hvernig við upplifum Tantra í gegnum nudd

Tantra nudd er slakandi, endurnærandi og græðandi reynsla sem vekur næmi og orku og eykur getu þína til að upplifa meiri ánægju.

Í Tantra nuddi er erótísk orka þína vakin á viðráðanlegann hátt -. Þessi orka er dreifð um allan líkamann og notuð til að heila líkama, huga og sál. Í stað þess að missa orku með sáðláti eða sprengi-fullnægju með tapi af orku, munt þú læra að dreifa og auka erótísku orku þína og nærð hámarks fullnægingu og gleði. Þú verður fullur af  orku og ánægð(ur) á öllum stigum tilveru þinnar.

Hvers er að vænta

Þegar þú hefur pantað tíma í nudd, vinsamlegast mættu á réttum tíma, ekki er þörf á að koma fyrr. Nuddarinn þinn mun taka vel á móti þér og þið munið eiga stutt spjall til að kynnast og til að þú vitir um hvað nuddið snýst. Það er betra ef þú lætur nuddarann vita hvar þú ert staddur í lífinu þe. hvað er að gerast hjá þér.

Þú ferð í sturtu og inn í nuddherbergið, leggst nakinn/nakin á dýnuna og slakar á. Nuddarinn þinn kemur til þín innan skamms. Karl nuddari klæðist boxer / kvenn nuddari er í G-streng allt nuddið.

Meðan á nuddinu stendur er best ef þú beinir athyglinni að snertingunni og sökkvir þér niður í allar skynjanir. Þér er velkomið að segja hvað þú upplifir, sérstaklega ef það er eitthvað óþægilegt.

Í lok nuddsins mun nuddarinn þinn færa þér vatn og ávexti og þér er velkomið að deila reynslu þinni með nuddarnum.

Hvernig er best að undirbúa sig fyrir nuddið

 

Fyrir konur

Þegar þú bókar nudd getur þú valið að fá nudd frá karlkyns eða kvenkyns nuddara, það er, þú getur valið, með tilliti til hvað þér finnst vera öruggara og þetta á sérstaklega við í fyrsta skipti.

Það er betra að koma án fyrirfram ákveðinnar skoðunnar um yoni nudd, en leyfa þér frekar að ákveða þegar að því kemur hvort þú vilt fá yoni nudd eða ekki.

Lesa meira um Tantra nudd fyrir konur

Fyrir karlmenn

Við bjóðum ekki upp á lingam (kynfæra) nudd. En aðeins þannig getur þú uppgötvað ný kynorku svæði og lært að vera vakandi fyrir kynorku þinni í öllum líkamanum, ekki aðeins aðtakmarka hana við kynfærasvæðið. Það er hægt að læra að aðgreina fullnægingu frá sáðláti í gegnum Tantra nudd.

Þú færð alltaf nudd hjá kvenkyns nuddara.

Lesa meira um Tantra nudd fyrir karlmenn

Tantra nudd í Tantra Temple er kærleiksríkt og framkvæmt með fullri virðingu fyrir þér og það hefur ekkert með kynlíf eða samfarir að gera.

Þú munt komast að því að tantra nuddið í Tantra Temple er innvígsla þar sem nuddarinn opnar þér leið og flytur þér sína eigin djúpu reynslu sem fæst aðeins með margra ára tantra iðkun og tantra lærdómi.

Meðvituð, kærleiksrík og líkamleg snerting er samskipti og kennsla án orða.

 

Í Tantra Temple er hægt að fá ósvikna innvígslu með Tantra nuddi

Við bjóðum upp á Tantra nudd fyrir karla og konur, einstaklinga og pör. Við höldum einnig Tantra námskeið, fyrirlestra um Tantra og kennum pörum Tantra nudd.

Sem gestur í Tantra Temple munt þú verða fyrir áhrifum af helgu andrúmslofti sem færir þig úr hinu daglegu amstri og inn í heim töfra og dulúðar.

 

Tantra nuddupplifanir

 Einnig er hægt að fá tveggja handa eða fjögurra handa nudd af mismunandi lengd. Tíminn gerir gæfumuninn: því lengri sem tíminn er, því dýpri er upplifunin.

Nuddtímarnir innihalda fyrir og eftir spjall, sturtu og tantra nudd (með eða án yoni nuddi fyrir konur).

Valkostur 1
AÐ VAKNA

30.000 kr

Lengd: 2 klst (um það bil 1,5 klst nudd)

Taktu fyrsta skrefið til að uppgötva sjálfan þig og vekja upp tilveru þína!

Fullkominn valkostur fyrir fyrstu reynslu þína

* Yoni nudd er ekki innifalið

Valkostur 2
ÚTVÍKKUN

39.000 kr

Lengd: 2,5 klst (um það bil 2 klst nudd)

Slakaðu á og komstu nær kjarna þínum!

Kannaðu og kynntu þér erótísku orkuna þína, finndu vakningu og aukna næmni í öllum líkamanum

* Möguleiki á yoni nuddi

Valkostur 3
SAMEINING

48.000 kr

Lengd: 3 klst (um það bil 2,5 klst nudd)

Tengstu sál þinni, sannri innri náttúru og uppsprettu kærleika!

Kannaðu sálfræðilega og meðferðarlega þætti, leystu hindranir og áföll

* Möguleiki á yoni nuddi

 

Viðbætur

Viðbætur okkar eru leið til að hjálpa þér að vinna með erótísku orkuna sem vakna við tantra nuddið og verða meðvitaðri um innra ástand þitt. Þær eru allar unnar undir hæfri leiðsögn nuddarans þíns.

Hugleiðsla
– 15 mÍn

Þú getur valið á milli 3 mismunandi hugleiðslna:

  • Uppvakning hjartans– getur aukið getu þína til að elska og finna til samúðar.
  • Andlegur skýrleiki – getur aukið vitund þína og stjórn á huga þínum, hreinsað hugsanir þínar.
  • Andleg vakning – möguleiki til að útvíkka meðvitund þína og sameinast alheimsvitundinni, farið út fyrir allar áhyggjur daglegs lífs og inn í yfirburða ástand.

    2500 kr

Tantrískar æfingar
– 30 mín

Tantrískar æfingar, sérstaklega valdar af nuddara þínum fyrir þig, hannaðar til að opna verund þína fyrir nuddið, þannig að upplifun þín verði enn dýpri. Eftir nuddið færðu Tantrískar æfingar til að lyfta erótísku orku þinni og krystalisera þannig nudd upplifunina.

 

5000 kr

Slökun
– 15 mín

Leiðsögn um algjöra jógíska slökun. Það mun hjálpa þér að dýpka djúpstæð slakandi áhrif nuddsins og að vera til staðar í líkamanum hér og nú. Það gerir erótísku orkunni kleift að styrkja slökunarástandið í tilveru þinni.

Tantríska kenningin segir að hamingja sé aðeins möguleg á bakgrunni slökunar. Mörg okkar sem eru þjökuð af streitu af erilsama lífsstílnum á okkar tímum, getum vel þegið smá hjálp við að fara aftur í slökunarástand og tengst aftur hamingjuástandinu.

 

2500 kr

FYRIRVARI: Vinsamlega athugið að þó að það séu mörg jákvæð og læknandi áhrif tantra nudds á öllum sviðum lífsins, getur tantra nudd ekki komið í stað læknismeðferðar og ef þú ert með líkamleg eða andleg vandamál mælum við eindregið með því að þú hafir samband við lækni og fylgir fyrirmælum hans. Við krefjumst þess einnig að þú upplýsir okkur um slík mál áður en þú byrjar nuddið þitt. Við vekjum einnig athygli á því að við berum ekki neina ábyrgð ef þú velur að leita ekki til læknis eða kýst að fylgja ekki fyrirmælum hans.

Tantra Tantra er öruggt rými þar sem þú getur kannað sjálfan þig, hjarta þitt og næmni þína, sem og mynstrin þín varðandi nánd, hreinskilni, getu til að vera til staðar í líkamanum, slakað á og til að vera með fullri meðvitund þegar þú upplifir ákafa orku eða tilfinningar.