Fyrir þau sem eru tilbúin að kanna heim Tantra, skref fyrir skref á kerfisbundinn hátt, höfum við útbúið dagskrá með 7 stigum “vígslu”. Vígslurnar 7 útskýra, kenna og gefa þátttakendum beina reynslu í grundvallar hugmyndum í heimi Tantra.
Hver vígsla samanstendur af fræðilegum hluta og verklegum hluta (æfingar og nudd). Þátttakendur fá einnig bækling svo þeir geti lært meira heima.
Vígslan fer fram í einkatíma sem þýðir að þú velur dag og tíma þar sem þú færð kennslu í fræðilega hlutanum ásamt nuddi. Vígslan tekur u.þ.b. 2,5 klst.
Viljir þú panta tíma fyrir þína fyrstu vígslu, hafðu endilega samband með tölvupósti mail@tantratemple.is eða í síma 698 8301.
Innvígsla í Kynlífsfærni – Kynlífsheldni
Samkvæmt Tantra er kynferðisleg orka uppspretta af mikilli orku og maður getur lært hvernig á að halda henni innan líkamans og notað hana til uppbyggingar og sköpunar.
Fullnæging og sáðlát eru tvö mismunandi ferli sem hægt er að aðskilja. Við að læra að fá fullnægingu án þess að missa sæðið er hægt að upplifa aukna ánægju (og njóta margfullnægju) og á sama tíma og það eykur orku í allri tilveru manns.
Við kennslu í Kynlífsheldni lærir þú aðferðir til að aðskilja þessi tvö mismunandi ferli til að ná stjórn á kynferðislegri orku þinni með því að aðgreina sáðlát og fullnægingu. Þú færð leiðsögn í hvernig á að þjálfa og þróa þessa færni.
Hjá konum fjallar þetta um að verðveita orkuna sem tapast í formi tíðarblóðs og þú munt sem kona læra hvernig á að minnka eða jafnvel stöðva alveg tíðarennsli.
Innvígsla í lögmáli samómunar
Þessi innvígsla útskýrir hvernig við búum til aðstæður okkar í okkar eigin lífi, oftast án þess að vera meðvituð um þá staðreynd að það erum við sjálf sem erum að verki.
Þegar við skiljum þetta fyrirkomulag, getum við byrjað að móta líf okkar meðvitað, eins og við viljum það sé.
Þessi innvígsla sýnir hárfína uppbyggingu mannsins (5 líkamar og 7 orkustöðvar úr Tantrískri heimskpeki) og hvernig það skapar það sem við þekkjum sem okkur sjálf og raunveruleika lífs okkar.
Innvígsla í Krafti Shakti
Hinn eilífi leikur milli kvenkyns og karlkyns orku skapar gjörvallann alheiminn.
Skilningur á eðli þessarar tvöföldu orku, samspilið á milli þeirra í tilveru okkar og hvernig við getum notað hana á samfelldari hátt á hverjum degi í lífi okkar og lært að vera í sátt við alheiminn og nota innri auðlindir okkar á viturlegri hátt.
Þessi innvígsla útskýrir birtingarmynd pólunar milli kvenkyns og karlkyns orku í lífi okkar og er þá sérstaklega lögð áhersla á kraft kvenkyns orku (Shakti Kraftur) sem er máttur sköpunarinnar sjálfrar.
Innvígsla í Meðvitund og slökun
Meðvitund og slökun eru tveir nauðsynlegir þættir sem þarf til að gera okkur kleift að stjórna allri orku og öllum aðstæðum í lífinu. Sem slíkir eru þetta líka helstu þættir í því ferli að stjórna kynorkunni.
Þessi innvígsla kennir okkur hvernig á að ná betri ró án þess að missa meðvitund okkar og hvernig á að verða athugulli og meðvitaðari án þessa að tapa ró okkar.
Innvígsla í Vira – frá dreng til karlmanns
Einungis fyrir karlmenn
Heimurinn þjáist af skorti á alvöru karlmönnum. Samkvæmt Tantra er pólun karlkyns og kvenkyns nauðsynlegt fyrir sterkt, samstillt samband karls og konu.
Þetta þýðir að hjá karlmanninum þarf karlmennskan að birtast á skýran og sýnilegan hátt og hjá konunni þarf kvenkynleikinn á sama hátt. Á þennan hátt skapa þau meiri orku sem nýtist fyrir þróun sambands þeirra og fyrir þau sjálf sem einstaklinga.
Þessi innvígsla sýnir hvað eru karlkyns eiginleikar og hvernig er hægt að þróa þá meðvitað.
Innvígsla á kvenleika
Einungis fyrir konur
Samkvæmt Tantra er pólun karlkyns og kvekyns nauðsynlegt fyrir sterkt, samstillt samband karls og konu. Þetta þýðir að hjá karlmanninum þarf karlmennskan að birtast á skýran og sýnilegan hátt og hjá konunni þarf kvenkynleikinn á sama hátt. Á þennan hátt skapa þau meiri orku sem nýtist fyrir þróun sambands þeirra og þau sjálf sem einstaklinga.
Þessi innvígsla sýnir hvað eru kvenkyns eiginleikar og hvernig er hægt að þróa þá meðvitað.
Innvígsla í Hinn Margfullnægjanlegi Karlmaður
Einungis fyrir karlmenn
Margfullnægjanlegur karlmaður er maður sem getur fengið margar fullnægingar, hverja á eftir annarri, án þess að fá sáðlát og við það tapa orku sinni.
Þessi innvígsla kennir margar aðferðir og viðhorf sem eru nauðsynleg til að verða kynferðislega margfullnægður karlmaður.
Innvígsla í Tantrisk fullnæging fyrir konur
Einungis fyrir konur
Það eru til margar mismunandi gerðir af fullnægingum sem kynferðislega vakin kona getur upplifað. Hver tegund fullnægingu er hlið til annarskonar orku og annarar meðvitundar.
Þessi innvígsla er um mismunandi gerðir af tantra fullnægingum og hvernig á að ná að upplifa þær.
Innvígsla í heilagt kynlíf
Þessi innvígsla mun kynna hvernig Tantra nálgast kynlíf og ástaratlot sem andlega tæki. Við getum notað kynlíf sem tæki til að upplifa víkkun meðvitundundar okkar. Af allri mannlegri reynslu er samlífi karls og konu ein af dýpstu og sterkustu reynslu mannanna. Áhrifamáttur kynlífis er öflugasta líkamlega reynsla sem við höfum, og það gerir það svo auðvelt að nálgast hana. Tantra býður aðferðir til að breyta þessari öfluga orku í andlega alsælu.
Þessi innvígsla mun lýsa veginn til að umbreyta kynferðislegum samskiptum inn á braut heilagra lista, kenna hin 9 skref í Tantra kynmökum. Í innvígslunni er þó kynmökunum skipt út fyrir Tantra nudd.
Tantra er andleg leið þar sem leitast er við að sýna hver við erum í raun og veru. Heildræn heimsmynd sem lítur á allt sé samtengt. Í gegnum tantra getum við öðlast miklu meiri skilning á okkur sjálfum og séð að við erum algjörlega fullkomin eins og við erum. Við getum líka þekkt fallega ljósið sem er falið innra með okkur, undir öllum okkar sjálfskipuðu takmörkunum eins og áföllum, skömm, sektarkennd, bannorðum og tilfinningunni um að vera ekki nógu góð. Hluti af tantrísku iðkuninni er að láta þetta innra ljós skína frjálslega og lifa þar með lífi í sátt, ást og frelsi.